Ég fór á veiðar með pabba mínum þegar ég var krakki. Það var vinsælt að fara á Laxa veiðar við helguvíkur bryggjuna rétt fyrir utan Keflavík. Það er notað 3 krækju og húkkað í laxana. Sjálfur hef ég aldrei haft áhuga á að veiða. En pabbi minn leyfði mér að veiða. Ég var mjög ungur. Og þar sem hann óttaðist að ég myndi krækja spúninum í þara og slíta hann ákvað hann að setja á línuna sinn versta spún. Ég vissi það ekki. En var bara þarna að reyna veiða litla fiska. “Pabbi pabbi, Það beit eitthvað á !” Eftir að búið var að draga línuna inn var kominn 8 punda lax. Minn fyrsti lax. Allt í “Könum” þarna að óska mér til hamingju. Þetta er mín saga um minn fyrsta lax. Og mér finnst hún ömurleg og ekkert efni í frétt.