Anarkisti er sá sem aðhyllist anarkisma eða stjórnleysisstefnu. Hún gengur út á það að búa til vel skipulagt samfélag sem gengur út á samhjálp þar sem engin hefur vald yfir öðrum (hvorki ríkið eða forstjóri fyrirtækis o.s.frv., algört afnám valds). Afnám valds þýðir samt ekki að regla og skipulag tapist. Það má líka líta á anarkista sem persónu sem gerir samfélagsbreytingar að lífstíl. Anarkismi er ekki hugtak heldur hugmynd og er því ekki algjörlega fastmótuð (nema þá þessi grunnhugmynd um brottnám valds), það verður hverjum þeim ljóst sem kynnir sér allar þær stefnur sem finna er innan anarkismans.