Íslendingar eru þegar komnir fram úr Kyotobókuninni og við fengum meira að segja að auka útblástur CO2 um 10%. Einu löndin í heiminum auk Lúxemborgar og Mónakó sem fengu að auka útblástur sinn.
Það er einfaldlega heimska að byggja fleiri álver. Þessi rök um að þetta styrki byggðina í kring eru ekki það góð. Það hefur sýnt sig og sannað í Noregi að álver sem eru byggð á landsbyggðinni lokka ekki ungafólkið til sín því þau vilja ekki vinna í álverum. Norðmenn hafa þurft að flytja inn útlendinga til að vinna í þeim. Íslendingar vilja einmitt ekki einu sinni vinna í fiskiðnaðinum heldur er hann uppfullur af innflytjendum.
Íslenskur efnahagur er allt og einfaldur. Áður en þessi álver spruttu út um allt stóð efnahagur landsins á fiskveiðum. Smá sveifla í fiskistofnunum gat valdið milljaðra tapi til ríkisins. Þá ákvað ríkið að byggja upp álver. Nú stendur efnahagurinn á 2 greinum, álverum og fiskveiðum. Boeing og Airbus eru farnir að nota mun minna af áli í vélar sínar. Sem dæmi má nefna að nýjasta flugvél Boeing mun ekki nota nema 10% af áli. Hvað gerist svo þegar carbon fiber verður ódýrara í framleiðslu? Bílaiðnaðurinn og flugvélaiðnaðurinn mun stökkva á það og notkun áls mun minnka. Hvað verður um efnahaginn þegar eitthvað nýtt kemur í stað áls?
Hvað með hátækniiðnað? Ríkið hefur verið að hrekja burt úr landi þau fáu fyrirtæki sem voru fyrir. T.d. byggðu Þjóðverjar upp nýjan ‘Silicon Valley’ í einu fylki við Rín. Með hagstæðum sköttum og loforðum um land flykktust Intel og AMD, auka margra annara fyrirtækja, og byggðu verskmiðjum til framleiðslu á wafers. Þetta er iðnaður sem getur hvergi farið nema upp.
Og þessar blessuðu virkjanir. Norðmenn ákváðu að friða eina heiði í stað þess að virkja og uppgötvaðist svo sveppur þar sem lyfjaiðnaðurinn gat nýtt sér. Vermætin hafa þrefaldast miðað við að sökkva því að byggja álver. Íslendingar hafa skrifað undir ótal alþjóða samninga svo sem Ramsarsáttmálann og Ríósamninginn þar sem ríkið lofar að vernda votlendi á landinu og styrka bio diversity. Nú eru ennþá hugmyndir um að sökkva Þjórsárverum þar sem helmingur heiðargæsastofnsins verpir. Þarf ekki nema að 1% verpi þar til að það land eigi að fá að vera í friði. 2% stofnins verpa við Kárahnjúka og ríkinu var sama.
Þegar Kárahnjúkalón verður sem minnst á veturna mun sandur fjúka og eyðileggja viðkvæman gróður á hálendinu sem enn og aftur ríkið hefur samþykkt að vernda í CAFF samningun eða Conservation of Artic Fauna and Flora.
Nú þegar óspillt náttúra minnkar og minnkar verður verðmæti hennar meira og meira. Við gætum stórgrætt á því að vernda landið og byggja upp ferðamannaiðnað í kringum fallega og óspillta náttúru. Hvað með þegar vetni verður loksins notað? Íslendingar gætu komið sér upp helljarinnar framleiðslu á vetni og stórgrætt á því. En nei nú á að byggja annað álver fyrir sunnan og eitt á Húsavík og þá vilja Vestfirðingar fá eitt líka. Ekki stakur þurr blettur verðru eftir á landinu með þessu áframhaldi og stefnir þetta allt í rugl og kjaftæði hjá þessari ríkisstjórn.