Í fyrsta lagi þá eru þau ekki að túra og engin túr í planinu eins og er. Þau eru að gera nýja plötu heima í Kanada (Annars eru Supergrass líka í upptökum en þeir eru samt mættir þannig að ekkert er svo sem útilokað)
Öðru lagi þá hefur þessi tónleikahaldsbrasni gengið svo yfirgengilega illa undanfarið sem sést bara á ömurlegri aðsókn á atburði eins og Iggy Pop, Manchester-tónleika og svo Reykjavík Rocks sem þurfti að aflýsa. Þannig að menn eru lítið að spá í hvað eigi að flytja inn næst og einhverjir taka sér líklegast pásu eða hætta í bransanum fyrir fullt og allt.
Í þriðja lagi er ólíklegt er að tónleikahaldararnir taki nokkuð mark á undirskriftalistum. Ég veit t.d. að RR ehf (Metallica, Iron Maiden o.fl.) eru alveg hætt því eftir Megadeth skandalinn.
Í fjórða lagi er þetta dáldið svona hljómsveit sem er erfitt að átta sig á hvað margir kæmu að sjá. Vinsældirnar eru kannski ekki mikið á yfirborðinu.
Annars verð ég að segja að þetta er brilliant hljómsveit og hún toppar listann hjá mér yfir það sem mig langar mest að sjá á tónleikum, grínlaust. Frábær tónleikasveit sem gefur sig alltaf 110 % í tónleika.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)