Miss Universe/Miss World?
Mér leiddist svolítið áðan þannig ég kíkti í blaðið og ætlaði að kíkja hvað væri í bíó þessa dagana en þá rak ég augun í frétt sem segir að stelpan sem vann Ungfrú Ísland keppir í Miss Universe en sem lenti 2. í Miss World. Þannig að ég fór að pæla… Hver er munurinn? Það er ekki eins og geimverur fari að taka þátt. Af hverju að hafa þá Miss Universe keppni? Eru bara þessar über flottu sem fara í Miss Universe og aukapakkið í Miss World og af hverju fór Unnur Birna ekki í Miss Universe? Getur einhver svarað þessu?