Nú er Hugi allur morandi út í litlum tölvusnillingum með allt nörda lingóið á hreinu. Eins og besservisserum einum er lagið eru þeir ætíð reiðbúnir að rétta manni hjálparhönd ef tækifæri gefst á að láta skína í gáfurnar.
Eftir að hafa móðgað alla tölvunjörða gerist ég auðmjúkur og bið um hjálp.
Ég hygg að fartölvukaupum í náinni framtíð en veit ekki alveg hvernig kaupin gerast á eyrinni í þeim geira. Ég ætla ekki að kaupa neitt dýrt, kannski eitthvað í kringum 80þúsund krónur. Enda þarf ég ekkert súper öfluga tölvu; nóg er að geta ferðast um internetið skammlaust og jú kannski notað hana í smávegins myndvinnslu.
Hvað mynduð þið mæla með?
Sjálfur kann ég ekki alveg að lesa úr tölulegu upplýsingunum sem fylgja alltaf með auglýsingunum. T.d. þegar stendur að minnið sé:
512 MB DDR 333MHz 200pin
þá hef ég ekki hugmynd um hvort það sé gott eða ekki.
Kannski ef einhver gæti sagt mér hvaða tölur er mikilvægast að skilja og hvað þær þýða í leiðinni.
Með fyrirfram þökk…