Nú kemur Absinthe með nöldur, og hefur það nöldur rétt á sér.

Það hefur eilítið verið að angra mig síðustu daga, eilítið mikið meira að segja. En hvað um það, að henni móðir minni var ekki farið að litast á blikuna og fór með mig til læknisins.
Þegar ég var komin til læknisins spurði hann auðvitað hvað það væri sem væri að angra mig og ég sagði honum það. Byrjaði maðurinn að ýta á staðinn, spyrja hvort hitt og þetta væri vont, og allt í lagi með það.
Þangað hann spyr mig…

,,Hvenær hafðiru seinast hægðir?”

Ég lít auðvitað á hann forviða, þessi spurning kom mér á óvart, ég vil hafa mínar klósettferðir útaf fyrir sjálfa mig.

,,Come again?”

Hann ræskir sig og spyr aftur. Þá tek ég eftir því að maðurinn er ekki að grínast, svo ég fer að hugsa mig vel um.

,,Ég giska nú að það hafi bara verið í gær”
,,Þú ert semsagt ekki búin að hafa hægðir í dag?”
,,Nei”

Hann umlar eitthvað og fer fram, á meðan sit ég og er að reyna að átta mig á ástandinu.
Svo kemur maðurinn, með eitthvað blað og segjir…

,,Skráðu núna út alla næstu viku hvenær þú hefur hægðir, klukkan hvað og tilgreindu hvaða dagur er, svo kemuru aftur með blaðið á miðvikudaginn næsta”
,,Jájá.. Takk”

Ég fer út, ekki beint sátt við það að nú mun eini heilagi staðurinn á heimilinu þurfa vera skráður þegar ég heimsæki hann og láta í þokkabót einhvern karlmann skoða það hvort ég kúki ekki alveg nógu mikið.

,,Hér er ró og hér er friður
Hér er gott að setjast niður
Hugsa sína þungu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og mannasiður
að standa upp og sturta niður
þvo og vaska sínar hendur
og hylja sínar mittislendur”