og það má svo sem alveg bæta við að það gæti bara vel verið að þeir læknar sem eru með þessu og láta sjúklinga fá þetta undir borðið (og já þetta er til á Íslandi) viti vel að THC-ið gefi þeim kæruleysið sem þarf til að sigrast á þunglyndinu. vinkona mín er ekki á þessu lengur og hún er bara nákvæmlega eins og ég þekkti hana áður en hún varð þunglynd ekkert svona duuuuuuuh eins og þú myndir kannski halda. svo eru líka læknar sem að mæla með þessu við Insomniu því að hvort sem að þú trúir því eða ekki þá er það hættuminna heldur en svefnlyf.
þú drepur ekki milljón heilasellur með því að gera þetta einu sinni tvisvar! ….og já ein staðreynd enn. ef að þetta væri löglegt, þá væri þetta vinsælasta dóp í heimi. vinsælla en áfengi. Ef að þú pælir í því hvað það er algengt að fólk sé að gera þetta maður heyrir næstum um annan hvern mann sem að prófar þetta minnsta kosti einu sinni á ævi sinni, ok og ef að þú svo pælir í því hversu margir fleiri myndu gera þetta ef að það væri löglegt…?