Hann hefði mjög líklega “brotið” á einhverri annarri og það er það sem að skiptir máli.
Þetta gengur út á það að sýna hversu langt þeir ganga og hvað þeir hafa einbeittan vilja í að ná sér í “fórnarlömb”.
En ég er alls ekki sammála því að það eigi að sýna þetta í sjónvarpi þar sem að hann er sýndur frá toppi til táar og þekkist algerlega. Það finnst mér rangt, því hann getur varla átt sér líf eftir að hann sleppur úr fangelsi eða hvað það er.
Svo kemur það fram á skrá um hann restina af lífi hans að hann sé barnaníðingur og það eru einmitt þeir sem klæmast við fólk undir aldri og vita af því.