En hvað er þetta?
“Það er sem maður geti ekki ritað álit á nokkrum hlut hérna án þess að biðjast afsökunar á því fyrirfram svo maður fái ekki móðursjúkt lið grenjandi og hrópandi að manni fúkyrðum”.
Ástandið á huga í dag er orðið nær þannig ef einhver svarar öðrum á annan veg svo hann sé ósammála þá uppsker viðkomandi nær alltaf fúkyrði og upphefjast miklar viðræður hvor sé meiri afturkreistingur.
Sé það núna að svo er ekki í þínu tilviki. Ástandið er orðið svo slæmt hérna að ég veigra mér við að svara greinu, þá þegar ég gagnrýni, því ég nenni ekki að munnhöggvast við einhverja froðuheila.
Nóg um það.
Aftur að bjór, því það er ljúfur drykkur.
Það er alveg hárrétt hjá þér að flestir þekkja ekki nokkrun einasta mun á bjór, halda að þetta sé allt bara bjór og enginn munur sé á. Það er sem dæmi bara himinn á haf á milli Heineken og Beck's. En af því að einhver er best markaðssettur, þekktastur o.s.frv. að þá þýðir það að hann sé bestur? Áttu þá við eins og í keppni þar sem Brasilía er best í fótbolta (þó svo ég haldi með Þýskalandi)?
Ef svo er þá er um mikinn misskilning að ræða af beggja hálfu.
Ég meinti þetta hreinlega út frá bragðgæðum. Alla jafnan finnst mér íslenski bjórinn svo karakterlaus, hálf daufur og ef ekki daufur þá hreinlega súr. Þar komum við reyndar að öðrum kafla þar sem bjór á krana á Íslandi er oft illa blandaður. Kolsýran í röngu hlutfalli og bjórinn bara látinn frussast í glasið.
Það eru til heilmikil fræði í kringum það hvernig bjór er helt í glas. Bjór skal svo alltaf drukkinn úr glasi, ekki dós eða flösku, hefur mikið með bragðið að gera. Skil það samt svo sem að fólk nenni ekki að skrölta með glös með sér um allar jarðir en svona að jafnaði ef maður ætlar að njóta augnabliksins þá er betra að gera hlutina almennilega. Ekki vasast endalaust í einhverri meðalmennsku. Eða hvað?
Besti bjórinn - íslenskur? Frá vinsældum markaðsfræðinni séð þá hefur hann vinninginn.
Sé litið frá bragðgæðum - nei.