Ég kallaði þig fávita. Ég tel þess ekki þarft að útskýra fyrir þér staðreyndirnar þar sem að þú hlýtur að hafa séð þær sjálfar, nema að sjálfsögðu að þú sért blindur.
Framför í Írak er sama og engin, aðstæðurnar þar eru hrikalegar.
Kárahnjúkarvirkjun er ekki stórkostleg og alls ekki góður hlutur fyrir framtíðina. Ég bara að copya nokkrar staðreyndir sem fylgja þessari virkjunarframkvæmdum á íslandi.
Kárahnjúkastífla er byggð á virku sprungusvæði og hamfarahlaup eru óhjákvæmileg? (úr skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings)
Vissir þú að…
Á Reyðarfirði mátti ekki starfrækja litla fiskmjölsverksmiðju að sumarlagi vegna mengunar en þar má byggja 420.000 tonna álver án þess að hafa löglegt umhverfismat?
Vissir þú að…
Meðalstórt álver losar jafn mikið af koltvísýringi (co2) út í andrúmsloftið og allur bílafloti Íslendinga?
Vissir þú að…
ekki er hægt að fíltera CO2 úrgang frá álverum?
Vissir þú að…
Jökulár á Íslandi draga úr gróðurhúsaáhrifum til jafns á við 25% af ám Afríku (Úr skýrslu Landsvirkjunar)
Vissir þú að…
Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar munu 80% af framleiddri raforku á Íslandi fara í 3 erlend stóriðjufyrirtæki; Alcan, Century Aluminium og Alcoa?
Vissir þú að…
Raforkuloforð stjórnvalda til stóriðju eru 50 Teravatt stundir á ári. Til að standa við þessi raforkuloforð þarf að virkja allar helstu ár Íslands auk þess að nýta flest okkar fegurstu háhitasvæði
Vissir þú að…
Miðhálendi Íslands er í dag, stærsta ósnortna landsvæði í Evrópu?
Vissir þú að…
Kárahnjúkastífla og Hálslón eru stærstu umhverfisspjöll Íslandssögunnar í einni aðgerð af mannavöldum?
Vissir þú að…
Til að endurvinna ál þarf eiungis 5% af þeirri raforku sem þarf til að framleiða nýtt?
Vissir þú að…
Bandaríkjamenn urða 750.000-800.000 tonnum af áldósum á ári sem ekki fara í endurvinnslu?
Vissir þú að…
Hálslón verður 57 km2 að stærð - jafnstórt Reykjavík?
Vissir þú að…
10.000 gæsir verða heimilislausar með tilkomu Hálslóns?
Vissir þú að…
Gróður myglar í uppistöðulónum og upp gufa gróðurhúsalofttegundir?
Vissir þú að…
Steinefni jöluláa bindast kalki í sjónum og mynda efnasamband sem dregur úr gróðurhúsalofttegundum?
Vissir þú að…
Frá jarðvarmavirkjunum rennur Arzenikmengun og ekki er vitað hvort sú mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun renni í átt að Gvendarbrunnum?
Vissir þú að eftirfarandii örnefni eru á leið undir höggstokk stóriðjunnar?
Torfajökulssvæðið
Landmannalaugar
Skjálfandafljót
Skaftá
Jökulsár Skagafjarðar
Kerlingafjöll
Brennisteinsfjöll
Krísuvík
Langisjór
Þjórsá
Aldeyjarfoss
Lagarfljót
Þeistareykir
Gjástykki
Töfrafoss
Lindur
Jökla