Ég er ekki bara að tala um þessa stafsetningarvillu (þó svo að hún hafi verið hræðilega röng, því þú notar “vill” í 3. persónu og “vil” í 1. persónu). Heldur einnig margar málfræðireglur þá aðallega um punkta og stóra stafi.
Ef þér er hinsvegar svona “skítsama” um annara manna álit þá ættirðu að hugsa að aðrir horfa alveg eins á þitt.
Slepptu því frekar að tjá þig heldur en að koma með svona hundleiðinleg comment eins og “við deyjum öll á endanum hvort sem er” allavega mér, og sennilega þráðarhöfundi, og örugglega mörgum öðrum leiðist mjög að sjá svona löguð “wannabe-heimspekileg” svör.
Hættu bara þessum barnaskap þangað til þú þroskast og getur farið að tjá þig almennilega á síðum eins og www.hugi.is sem búnar voru til í þeim tilgangi að tala um málefnalega hluti þó svo þær áætlanir virðast farnar fyrir bí með öllu þessu veseni og barnaskap á forsíðunni, mér fannst alveg nóg að sjá fífl eins og “hinn alræmda” Zophonias, Jaget, Krux og Smeltu hérna, heldur þurfa hinir “venjulegu” notendur sem nota sínar eigin kennitölur að fara hegða sér eins og verstu óvitar líka.
Afsakaðu, svarið varð eitthvað lengra en ég ætlaðist til og ef til vill fór ég eitthvað út fyrir umræðuefnið… En hey þér var alveg sama var það ekki?