Ég er ekkert smá pirruð á því ..að eftir margra vikna lestur fyrir samræmdu prófin, þá er okkur troðið beint í önnur próf!
Ég fór í samræmdu ..svo leið vika á milli, og svo núna er ég komin aftur í próf =( Í SAMA NÁMSEFNINU!
Eða það er að segja ..því námsefni sem var farið yfir í vetur. Það er ekki mikið um það að þau séu að prófa úr efni frá því í áttunda bekk.
Málið er bara að ég væri mikið sáttari við þetta ef þetta væri svona hjá öllum. En neinei ..nánast allir sem ég þekki sem eru á sama aldri og ég þurftu aðeins að taka próf í þeim fögum sem þau fóru ekki í samræmt próf úr!
Plús það þá er bókin Sól og tungl án efa sú leiðinlegasta náttúrufræðibók sem ég hef lesið ..hvað er málið með öll “ferðalögin” sem við eigum að fara í huganum ..þetta er ekki að gera bókina skemmtilegri ef það var ætlunin.
Úff ..ég get ekki beðið eftir því að þessu langþráða sumarfríi ..það verður yndislegt að komast úr þessum skóla.