Það er ekkert að því að breyta um fatastíl. Manneskjan bara breyttist öll. Hún ákvað að byrja að hlusta á tónlist sem hún hafði aldrei áður hlustað á, hún var hnakki þegar þetta var. Maður ákveður ekkert hvers konar tónlist maður hlustar á, þú ræður bara ekkert hvað þú fílar eða hvað þú fílar ekki, annaðhvort fílarðu það bara eða ekki. Hún hætti að tala við vini sína, eða þá sem voru ekki svona eins og hún. Byrjaði að reykja og drekka, og svo þegar hún og önnur stelpa sem var svoa líka hættu að vera vinkonur þá breyttist hún aftur í svona “venjulega”, varð bara barnalegri.
En eins og ég segi, þá er ekkert að því að breyta um fatastíl, en maður prófar sig bara áfram í tónlistinni fattaru. Þessi manneskja varð að allt annarri manneskju en ákvað svo að breytast aftur því fólkið sem hún hékk með þá nennti ekki að vera með henni.