Ég vill bara benda fólki á það að þessar tölvur eru 100% crap! Fyrir um 8 mánuðum fékk ég mér IBM vél fyrir skólann! Ég fór á www.thinkpad.is og las um þessar tölvur, þetta átti að vera nánast 100% skothelt!

Svo jújú, hún kostar mikið, en þar sem hún átti að endasta í alveg 4 ár, hélt ég að það væri betra að fá sér tölvu sem endist allt menntaskóla árin, í stað þess að fá sér alveg 2-3.

Svo ég fer niður í Nýherja, kaupi svona T43 tölvu sem átti að vera fullkomin tölva, seldi meira að segja borðtölvuna mína til að kaupa þessa, en vitir menn.

Svona svo ég gleymi því ekki, að þá vill ég minna fólk á það að fá sér Acer, Hp, Apple eða bara eitthverja aðra tölvu en IBM!

Það sem er bilað/virkar ekki.
*Fingrafara lesarinn (dó eftir 2 mánuði)
*Eitthvað í tölvunni sem gefur frá sér ógeðslegt hljóð sem sker í eyrun (kom eftir 2 mánuði)
*Eitthvað annað sem sker í eyrun, samt ekki jafn mikið og þetta fyrri. (Kom eftir 4 mánuði)
*Lyklaborðið byrjaði að fara í rugl eftir að ég átti tölvuna í sirka 5 mánuði.
*Harður diskur (er að fara gefa sig)

Þetta er aðeins brot af því sem ég man.

Ég man það líka að þegar ég fékk tölvuna, að þá var ég svo hrifinn af henni að ég skrifaði grein um hana! Sagði alla kostina og allt það, gleymið þeirri grein því hún er 100% rusl! Skrifaði hana áður en ég áttaði mig á því hvað þetta eru lélegar tölvur!

Núna verð ég að eyða öllum peningum sem ég á í nýja tölvu fyrir næstu önn! Sterkur leikur IBM!

Btw.
- Keypti mína á 200k, á meðan allir fengu sínar á 120-140k og ég er sá eini sem er að kvarta!
- Ekki segja að þetta séu góðar tölvur, þetta eru fínar server-vélar(þótt ég sé farinn að stór efast það) en IBM Laptop = ekki góður hlutur!