Þessi gaur sem skrifar þetta er aðeins og mikið að einbeita sér að því að vera pirraður og aðeins of lítið að einbeita sér að staðreyndum. Mér fannst síðasti þátturinn ekki góður en maður þarf samt ekki að víkja algjörlega frá allri rökvísi.
*SPOILER*
So what was genius Michael Schofield's big plan after they got out of prison? Apparently it was to wait right by the prison, in the ditch near a K-9 Unit truck, for at least twelve minutes, spoiling any lead time they had and the chance to get out before road blocks had been set up. Next the plan was to madly run through woods to a hidden van, break out its taillights (one of the few really good ideas in this episode), and drive about 10 miles to a private airstrip. The group is unable to get to the airstrip due to the fact that they hung out in a ditch and gave the police time to set up a roadblock, so Michael's big idea is to drive around, which gets the van stuck in the mud. So the group now has to run on foot, which brings the group to a big cliff that none of them knew was there.
Þetta var einmitt ekki planið hans. Hér virðist greinarhöfundur hafa gleymt að kveikt var á viðvörunarbjöllunum áður en þeir komust allir yfir sem er eitthvað sem hann gerði ekki ráð fyrir. Þeir biðu ekki í skurðinum hjá fangelsinu til að leika sér heldur vegna þess að þeir þurftu að gera það. Löggan var þarna allt í kring og þeir gátu ekki labbað upp í opið ginið á þeim. Þeir biðu reyndar kannski aðeins lengur því að þeir fóru þegar hundarnir sáu þá en þegar þetta gerðist voru flestar löggurnar farnar frá fangelsinu til að setja upp vegatálmana. Það er ansi gróft að segja að þeir hafi eytt 10-12 mínútum í ekki neitt. Ég held að það hafi verið betra að bíða og láta ekki ná sér hjá fangelsinu sjálfu því það mundi ekki skila neinu þrátt fyrir að eftirleikurinn væri ekki auðveldur. Undir lokin varð planið hans Michael mjög ótraust vegna þess að allt gekk gegn þeim og hann varð að taka stórar áhættur. Þess vegna þurfti að grípa til neyðarúrræða.
Ég er alls ekki að segja að þessi þáttur hafi verið góður en það er ekkert skárra að vera með svona fullyrðingar um eitthvað sem stríðir gegn staðreyndunum.
P.S. þetta er skrifað sem svar til þín einungis vegna þess að þú postaðir linknum. Ég er í rauninni að svara þessum greinarhöfundi.