Anda inn, anda út..

Allavega, hver elskar ekki að nöldra undan foreldrum sínum?

Ég er búin að vera að berjast við þau síðan ég var í 7. bekk og reyna að segja þeim að þetta er MITT líf sem ég lifi, ekki þeirra.

Þau leggja áherslu að ég æfi fótbolta. Skil vel að þau hvetji mann til að æfa íþróttir, en ég vil fá að velja mína eigin íþrótt!

Þau leggja áherslu að ég fái hærra en 7 á prófi. Skil það alveg, en þar sem ég er afspirnu lélegur námsmaður þá þýðir ekki að eftir hvert einasta einkunnaspjald sem ég fæ að húðskamma mig og banna mér hitt og þetta því mér gekk illa í andskotans prófinu.

Ég fékk ekki að velja mitt eigið hljóðfæri.

Núna í sumar á ég að vinna í 12 tíma vinnu með 500 kr. á tímann.. Ég fann fann vinnu sem er 6 og hálfur tími með 1000 kr. á tímann og ég er að fá svipað kaup fyrir það..

Nei, ég mátti það ekki. Auðvitað á ég að missa af sumrinu! Ég meina, ég á að vinna frá 6 á morgnanna til 6/7 á kvöldin og fara svo beint á fótboltaæfingar eftir það..

Svo það að drekka. Mamma og Pabbi skildu það þegar bræður mínir byrjuðu að drekka, þeir byrjuðu í 9.bekk.. Núna er ég að klára 10.bekkinn og drakk einu sinni (heh.. af þeim vitandi) og það sprakk allt í loft upp.. Og þegar ég var reið útí þau að gefa mér ekki sömu meðferð og bræður mínir, að samþykkja þetta í 10.bekk.. en nei, það sem þau sögðu var:

'Þú ert stelpa og það eru breyttir tímar, við lokum þig inni ef þú gerir þetta aftur!'

Svo má ég ekki velja mína eigin vini.. það er frekar spes

Andskotans ekkert samgirni…

Vú, two more years and then I get my ticket out of here..
You must not lose faith in humanity. Humanity is an ocean;