Svo sorglegt þegar svona gerist, maður fær alveg kökk í hálsinn og tár í augun…
Hann er frændi minn og góður vinur margra sem ég þekki og ég samhryggist öllum sem voru nánir honum.
Ég legg svo til að bjögunarstarf á Íslandi verði bætt til muna.
Vil ekki móðga neinn eða valda rifrildi en auðvitað átti að taka tillit til þess að hann var undir áhrifum áfengis og þá er maður frekar áttavilltur og hafa leitarsvæðið samkvæmt því.
Og alls ekki minnka leit, hann hefði fundist lifandi ef leitinni hafði verið haldið áfram, ég er handviss um það.
Eins og þegar Tómas lést á Hofsjökli, bara dæmi um léleg bjögunarstörf.
*Foreldrar mínir, vinir mínir, kærastinn minn eru í björgunarsveitinni (ég var) þannig að ég er ekki að reyna móðga neinn heldur bara benda á sumt sem mætti laga til að bjarga mannslífum.