Já, þeir hafa ekki alveg sömu reglur. Síminn gerir númerið óvirkt eftir 6 mánuði þannig að það er ekki hægt að nota símann fyrr en það er fyllt á hann aftur en rétt að þeir loka ekki númerinu alveg fyrr en a.m.k. ári eftir að síðast var fyllt á. Ef það er fyllt á hann á óvirka tímabilinu helst gamla inneignin ef það var eitthvað eftir og bætist við þá nýju.
OgVodafone fellir inneignina úr gildi eftir hálft ár og lokar síðan númerinu þegar inneignin hefur verið á núlli í hálft ár í viðbót, sem sagt líka eftir ár.
Sem sagt er betra að vera með OgVodafone ef fólk ætlar bara að nota símann til að láta hringja í sig því það sleppur með að fylla einu sinni á ári en OgVodafone hins vegar stelur inneigninni eftir hálft ár meðan Síminn lætur hana rúlla.
Ef ég man rétt, þá virkar það þannig hjá OgVodafone að þú verður að fylla á hann einu sinni á ári. Mér finnst það nú ekkert rosalegt. Annars er það ekkert endilega ástæðan hjá þér þannig að hringdu bara og spurðu þá.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..