O.o Ertu að segja að íslendingar hafa lélegann húmor? Mér finnst bara að ef fólk er að djóka með svona lög ættu þau að minsta kosti að hafa þetta tastefull og hafa einhverja hugsun á bakvið þetta ég meina vá, það tók öruglega 1/2 mín að koma með lagið og textann.
“Ég var búinn að vara ykkur við þessu að austantjaldalöndin væri með yfirvöldin í þessari keppni. Þau norðurlönd sem eru núna í úrslitunum eru bara heppinn að geta tekið þátt en ég held að þeim verði líka sparkað aftur í úrslitunum og austantjaldalöndin verða eftir”
Well.. 2 ár í röð og engin austantjaldsþjóð sem sigurvegari. So much for the takeover.
Langaði bara að benda þér á að það er allt hægt. Að skammast sín fyrir að vera Íslendingur vegna söngvakeppni er barnalegt. Líttu frekar á sigra okkar á hinum ýmsu sviðum. Við erum heilbrigð (að mestu leiti) þjóð með góða framtíðarmöguleika. Ef þú skammast þín fyrir að vera Íslendingur þá skaltu bara drulla þér til annars lands og gerast ríkisborgari þar. Þar þarftu ekki að skammast þín.
Farðu þá bara, held að allir séu sammála um að þú sért meira fífl en flestir hérna ef að þú skammast þín fyrir að vera Íslendingur, sérstaklega ef það er útaf eurovision.
Þetta djók hjá Silvíu fannst mér virka fullkomlega, þegar þeir voru að púa á hana þá var djókið fullkomnað.
Út af skoðunum um Eurovision? Hvaða land hefur ekki fífl? Æji kommon auðvitað eru einhverjir Íslendingar fífl en að bendla alla við það er bara asnalegt. Íslendingar eru ekkert verri en aðrar þjóðir.
Ef þér líkar ekki við Ísland og Íslendinga þá geturu bara komið þér af þessu skeri og gerst danskur ríkisborgari eða eitthvað. Valdi Dani því þeir eru yndisleg þjóð.
Vonandi að þú sjáir það seinna hvað Íslendingar eru ágætir með sitt litla en samt stóra hjarta.
Mér líkar við þá íslendinga sem ég þekki… þeir eru ekkert ófáir. En maður þarf að vera virkilega skemmdur til að fíla þetta Litháenska lag eða eyða 99 krónum í eitthvað djók.
Annaðhvort það eða pirraður út í Grikki fyrir dónaskap þeirra gangvart ýmsum þjóðum.
Dæmi þegar þeir púuðu á þjóðir sem gáfu þeim “bara” 1 eða 2 stig og púuðu á Stelpuna frá Litháen sem gáfu þeim stig… Grikkir hafa ekkert gríðarlegt álit í mínum bókum, því þetta var ekki ein manneskja heldur fleiri þúsundir.
Mér fannst svo fyndið þegar gaurinn fékk þarna flogakast á sviðinu, búin að standa stífur allan tímann. En já textinn var svipaður okkar svo þetta kom ekki á óvart. íslendingar eru svo yndislegir.
Já mér líka! Þegar ég horfði á atriðið í undankeppninni þá var ég nýbúin að segja “Jæja, þetta er hálfasnalegt, það er einn kall þarna sem gerir ekki neitt á meðan hinir eru að missa sig á sviðinu” og þá gekk hann fram rosaalvarlegur og byrjaði að dansa eins og hann hefði fengið orkustraum ='D Við vorum í kasti alla restina af laginu :')
ég kaus þá og svo líka Finna, þó að þetta sé ekkert sérstaklega góð tónsmíði og svona og þetta er ekki lag sem vinnur eurovision þá var það catchy og gaman að raula það.
Þetta er orðið að þjóðfélagsvandamáli. Íslendingar voru eitt sinn mikil víkingarþjóð sem voru þekkt fyrir að vera með ruddaskap og herskaralæti og það er einsog við höfum farið í það sama far aftur. Við erum ekki lengur þekkt fyrir að vera siðuð þjóð lengur.
Eigum við nokkuð að vera að missa okkur yfir þessari keppni ;)
Ég kaus nú litháenska lagið og það finnska og ég get ekki séð að einhver þurfi að skammast sín fyrir mig fyrir það - það hafa allir rétt á sínum smekk, góðum eða slæmum.
Ég hefði samt viljað sjá Silvíu í aðalkeppninni :)
æææj, omg, Hvað hefur þú dæmt mörg lönd útaf Eurovision?
Einhverntíman voru Svisslendingar með eithvað rugl og Þjóðverjar með eithvað flipp. Ekki dæmdi ég þá neitt, bara gaurana sem voru á sviðinu. Það er enginn að dæma alla íslendinga út frá Silvíu nótt.
Algjörlega sammála þér. En ég er þó fegnari að við fórum ekki að gefa Grikkjunum stig. Þó að Silvía sé nú bara Silvía þá finnst mér þeir hafa verið afskaplega leiðinlegir og pirrandi við okkur, enda var púað hressilega þegar stigagjöfin okkar var ljós, ein af fáum þjóðum sem ekki gaf Grikkjum stig. Gott á þá, hef alveg misst allt álit á Grikkjum, eins og þeir líklegast á okkur. :)
Tja ég veðjaði nú mínum peningum á Svíþjóð .. en ég er alveg vel sáttur við að Lordi vann. Hvað er ég að fíla … í fyrsta lagi fátt af því sem er í Eurovision svo það sé á hreinu, en þetta Litháíska lag er bara verra en allt vont í eurovision fyrr og síðar.
fólk var að hefna sín :) samt gat ég með engri góðri samvisku kosið þetta lag því að ég hef hatað það frá því að ég heyrði það fyrst.. hefði kosið finnland ef ég hefði á annað borð kosið ^^
Þetta er bara spurning hvort að fólk sé að horfa á eurovison sem Lagakeppni eða skemmtiefni.
Ég vill frekar kjósa það lag sem ég skemmti mér yfir, frekar en “flottasta” lagið (dramantískt og flott).
Ég kaus Litháen og Finland en ég myndi ekki kaup diska með þeim. Ég lít á þessa keppni sem skemmtiefni og kaus í samræmi við það.
Myndi kjósa eurovison keppni með svona grín og skemmtiefni fram yfir keppni með hádrama lögum sem eru vel samin. Ég hlusta á þannig lög í iTunes hjá mér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..