Íslenskt réttarkerfi er á allan hátt ekki að standa sig. Hérna á Íslandi eru menn dæmdir í 16 ár fyrir morð, meðan þeir sitja inni eru þeir með öll þau nútíma þægindi sem hver annar Íslendingur hefur, fyrir utan frelsið. En hvað skiptir það máli fyrir þessa menn? Þetta er bara langt frí hjá þeim og svo þegar þeir koma út aftur óttast þeir ekki fangelsið og fremja glæpi aftur og er alveg sama.
Amerísk fangelsi og önnur eru allt öðruvísi, þar óttast margir ef ekki flestir fangarnir þau og vilja komast út. Margir reyna svo að breyta lífi sínu þegar þeir eru komnir út og gengur misjafnlega. Hérna heima heyrir maður hvað eftir annað ‘góðkunningi lögreglunnar’ sem segir manni að þeir eru í þessu þar sem þeim er alveg sama um að lenda í fangelsi.
Þyngjum dómana og gerum fangelsi að þeim stöðum sem þau eiga að vera. Staður þar sem morðingjar, nauðgarar og barnaníðingar taka út sína REFSINGU.