Ég efast stórlega um það þar sem þetta er örugglega frekar nýtt smásagnasafn. Hinsvegar er vel líklegt að bókasöfn eigi bókina og svo er hún örugglega það stutt og létt að þú gætir hlammað þér í stól í einhverri bókabúð og einfaldlega rennt í gegnum hana á staðnum án þess að nokkur tæki eftir því.
Annars er eini staðurinn sem ég veit um bækur á netinu eitthvað sem heitir The Gutenberg project. Googlaðu það bara.
Það þurfa að vera hundrað ár síðan annaðhvort bókin var skrifuð eða höfundurinn dó, ég man ekki hvort. Og ég held að það hafi verið hundrað ár. Eftir þann tíma missa bækur höfundarrétt sinn og hver sem er má gefa þær út og græða á þeim svo lengi sem farið er eftir einhverjum ákveðnum reglum.
Þú verður að gera ráð fyrir að merkingin sem ég legg í orðið “nýtt” gæti ver allt önnur en merkingin sem ég legg í það. Bókin er jú, frekar ný, ef miðað er við t.d. tímatal okkar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..