Já maður spyr sig: Hver er markhópurinn hjá þessum flokki?
Er ungdómurinn hér á huga að ”digga” þennan flokk? :D
Málið er nú þetta:
Flokkurinn og þetta framboð eru í töluverðum vanda eins og kunnugt er. Risaeðla í nútímanum og því í útrýmingarhættu.
Þess vegna yfirbjóða þeir með þvílíkum loforðum og auglýsingum – sem þeir gætu aldrei efnt þótt þeir kæmust í stjórn. Það verður í mesta lagi Bingi sem nær inn . Og það vita þeir. Þetta er því
sýndarframboð með innihaldslausum loforðum og frösum.
Og þá kemur að kjósendum þeirra. Exbé lifir á ”zombie-fylgi”, þ.e. auðtrúa bjöllusauðum sem trúa auglýsingunum þeirra. Og þar sem allir sem teljast sæmilega pólitískt hugsandi myndu aldrei kjósa þessa rusl hljóta þeir að höfða til yngri kjósenda, enda auðveldast að kaupa þá - eða er það ekki? :)
Semsagt: Umrætt framboð stendur fyrir gegndarlausa yfirborðmennsku, auglýsingaeyðslu, kosningaloforð sem verður aldrei hægt að standa við og innihaldslausa frasa – Þeir sem sáu
Hummer-myndina átta sig flestir á að á þeirri mynd var allt ofangreint fest á eina mynd og er því lýsandi fyrir framboðið og stöðu þess. Og er þess vegna svona merkileg.
Hér er svo smá ríma frá netverja nokkrum:
Burtu þeir halda á Hömmer,
hjörðin, sem enginn kaus.
Þá verður Bingi á bömmer
og borgin framsóknarlaus.
Að sjá þau sögulegu tíðindi að Rvk yrði framsóknarlaus væri jafnvel þess virði
þótt D-listinn fengi hreinan meirihluta í staðinn lol