Ég bjó í Seljahverfinu í 13 ár, fann aldrei fyrir neinu krimmafíling þar, það er jafnvel svona upper middle class hverfi, ef frá eru taldar gömlu verkamannablokkirnar þar, æðislegt hverfi til að alast upp í.
Einnig þekki ég fólk sem hefur búið í bökkunum, ekkert nema gott sem það hefur að segja um hverfið sitt, engin vandræði.
Hins vegar held ég að fellin séu eitthvert leiðindahverfi, og bara allt efra breiðholtið, maður heyrir oft fréttir af gengjaslögum og þannig þaðan, margir innflytjendur, örugglega margir aumingjar líka, þar sem þetta er örugglega ódýurasta hverfi borgarinnar að kaupa íbúð í, margar félagslegar íbúðir og þannig.
En gettó? Kannski miðað við Ísland, en kemst örugglega ekki í hálfkvisti við gettó annars staðar í heiminum, en gæti mögulega gert það ef ekkert er að gert, því að reynslan frá öðrum löndum sýnir að það er ekki góðs viti að hópa nánast öllum innflytjendum eða trúarhóp eða einhverju á eitt svæði.