Yfirlýsing frá kosningastjóra



Það leiðinlega atvik átti sér stað í lok síðustu viku að ungur sjálfboðaliði á vegum framboðsins uggði ekki að sér og lagði jeppabifreið sem framboðið hefur á leigu í stæði merkt fötluðum. Þetta atvik er harmað og um leið beðist afsökunar á þessu. Slíkt á ekki að geta komið fyrir en því miður átti þetta sér stað og sjálfboðaliðinn er miður sín vegna þessa.



Þetta gerðist fyrir utan Rimaskóla í Grafarvogi þegar íbúasamtök hverfisins buðu frambjóðendum til kvöldfundar til að kynna stefnumál sín. Mikil rigning var þetta kvöld og því miður sá bílstjórinn ekki merkinguna en var með hugann við að komast eins nálægt skólanum og kostur var því hann átti að bera inn töluvert magn af vatni sem framsóknarmenn buðu gestum fundarins upp á.


Fundurinn tókst með ágætum og mættu um 140 manns til að hlýða á frambjóðendur. Hér er vert að koma á framfæri þakklæti til íbúasamtakanna en því miður bar þennan skugga á og er það von mín að með þessari yfirlýsingu átti menn sig á að hér var um óviljaverk að ræða.


Rúnar Hreinsson kosningastjóri


Mér finnst það til skammar að menn séu að kenna rigningu um þetta. Veit ekki betur en að flest allir geti lagt bílnum sínum á rétta staði. Hér er svo hægt að sjá atvikið….

http://exbe.wordpress.com/2006/05/06/exbe-sty%c3%b0ur-fatla%c3%b0a/