Þeir sem fylgst hafa meÐ fréttum undanfarna daga hafa varla misst af því að réttarhöld standa nú yfir Jónasi Garðarsyni sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi en hann á að hafa verið við stýrið á Hörpu sem sökk svo eftirminnilega í fyrra. Tvennt lést í slysinu. Hann heldur því statt og staðfastlega að konann sem lést í slysinu hafi verið við stýrið en það er óhugsandi að mati finnsks réttarmeinafræðings sem bar vitni. Áverkar Jónasar benda til þess að hann hafi verið við stýrið.
Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann kemur gífurlega illa út úr þessu máli jafnvel þótt að hann verði sýknaður. Það er ekki hægt að sanna “beyond all reasonable doubt” held ég að Jónas hafi verið við stýrið en flest gögn benda til þess. Ég ætla ekki að dæma í þessu máli en ég held að hann sé sekur, sönnunargögnin benda til þess. Ef hann gerði þetta á hann að horfast í augu við það. Ég fæ bara svo á tilfinninguna að hann hafi verið við stýrið og það fer í taugarnar á mér að hann neiti því.