Ég þoli ekki krakka sem geta ekki séð að þau eru alveg jafn ber og maður sjálfur var þegar að maður fæddist.
Helvítis krakka fíflin í nýja skólanum hjá litlu systir minni eru að leggja hana í einelti útaf þessu ofarnefnda. Hún var tekin fyrir í skólanum þegar að hún spurði hvort að hún mætti vera með í að byggja eitthvert snjóhús (sem allir voru að hjálpast að við að búa til) afþví að hún var ný, henni var veitt eftirför þegar að hún ákvað að fara bara eftir að allir sögðu nei við hana. Henni var veitt eftirför og kastað í hana snjókúlum. Hún er ekkert verri en þessi helvítis krakkar þarna. Halda að þau séu miklu flottari og betri en allir aðrir.
Núna var að koma upp að litla systir mín á msn og notar það nokkuð mikið til að halda sambandi við gömlu vinina og hvað haldið þið að þessi ógeðslegu krakka andskotar hafi gert??? Þau tóku sig saman og komust að því hvað e-mailið hennar var og fundu einhvernveginn passwordið og eru að leika sér að tala illa við og um alla á msn-inu hennar. Þau eru að biðja stráka vini hennar að byrja með henni og segjast elska allt og alla. Langar að kyssa þennan og annan.
Hvað er það??? Hvernig geta þau leift sér þetta? Litla systir mín er í 5. bekk og enginn í hennar bekk er eins þroskaður og hún. Hún hugsar á við 12 til 13 ára ungling, á meðan hinir krakkarnir í bekknum hennar eru að hugsa á við 7 til 9 ára krakka.
Aumingja systir mín er búin að gráta núna í tvo klukkutíma útaf því að það var hennt öllum út af msn-inu hennar nema einum strák og nick-inu hennar var breytt í “ég elska þig Arnaldur”.
Ógeðslegu krakkar. Ég er nú þegar búin að breyta passwordinu hennar þrisvar eða fjórum sinnum bara á þessu ári. Ég hata þennan fjandans skóla og ég skil ekki hvernig fólk er að ala börnin sín upp nú til dags. Fjandans krakkar sem kunna ekki að haga sér. Hverjum er það örðum að kenna en foreldrum og lélegs uppeldis. Ókey, ég er kanske að verða ansi kræf núna, kanske aðeins of. Ég veit ekki?
Þetta fer bara svo í mig, það er ekkert að systir minni, hún er yndisleg manneskja og hugsar svolítið eins og ég. Ég var þó aldrei í einum svona vandræðum, talin ein af vinsælustu stúlkum í mínum skóla til eldri ára.
Ætli ég sé ekki að verða búin að segja allt, allavega búin að segja það sem mér finnst vera nóg, gæti skrifað meira en helmingi meira en þetta og drullað svo mikið meira yfir allt þetta helvítis pakk.
Ég þakka fyrir mig og vona að þið skiljið mig.
Ekki samt vera að bögga mig með stafsetningu eða annað, er lesblind :).
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…