Enda er öll sú stærðfræði sem þú lærir frá 5 til 16 ára aldurs undirbúningur fyrir alvöru stærðfræði. Hvort sem að sú stærðfræði mun koma að notum í eðlisfræði, efnafræði eða jafnvel bara hreinni stærðfræði (hrein stærðfræði þjálfar rökhugsun). Og það þýðir ekkert að trúa grunnskóla kennurum í stærðfræði, þeir hafa í mesta lagi tekið menntaskólaáfanga og farið svo í kennaraháskólann.
Og ef þér finnst að það sé verið að þröngva stærðfræði uppá alla. Hvað með íslensku kennslu í framhaldsskólum? Heldurðu að mér, sem ætla að fara í háskólanám í stærðfræði, eðlisfræði eða verkfræði, sé ekki drullu sama hvað Halldór Laxness gerði á 20. öldinni? Og hvernig það hefur haft áhrif á einhverja plebba sem sitja heima hjá sér að semja ljóð og sögur allan daginn? (Sbr. íslensku 403 og 503)
En þessi stærðfræði kennsla í grunnskólum er vitleysa, verð að vera sammála þér þar. Enda er þetta bara hugsað til þess að þróa rökhugsun hjá nemendum. En það að stærðfræði sé tilgangslaus er mesta þvæla sem ég hef heyrt. Þú værir ekki þar sem þú ert í dag ef það væri ekki fyrir stærðfræði.
Húsið sem þú ert í, burðarþol steypunnar og allt tengt því hvernig það er byggt, er á einhvern hátt stærðfræði.
Tölvan sem þú skrifaðir þennan póst á, er mjög mikið tengd stærðfræði. Þar sem tölvur og nánast allir tölvuleikir byggjast á stærðfræði (Sbr. EVE, heimurinn þar var búinn með þvívíðri vektora fræði (Línulegri algebru)).
Og svo mætti lengi telja.
Og þetta með að stærðfræði sé alltaf að breytast, það er bara vitleysa. Grikkir til forna, fyrir ca. 2500-3000 árum voru þeir sem fundu upp á heildum, flestum rúmfræði reglum sem og alveg fáránlega mikið af stjarneðlisfræði hlutum (t.d. fjarlægð til sólar borin saman við fjarlægð til tunglsins, ummál jarðar og margt fleira). Og allt gildir þetta ennþá, tökum t.d. Pýþagóras sem dæmi, það þekkja allir þessa reglu sem hafa lært einhverja stærðfræði. Hvenær var Pýþagóras uppi? Jú, hann fæddist 586 fyrir Krist. Og þessar reglur gilda enn þann dag í dag, þar sem þær eru um almenn lögmál í rúmfræði. Allar þær reglur um flatarmál og ummál hringja og aðra forma eru frá þessum tímum.
Og að stærðfræði sé alltaf að breytast eitt af því skemmtilega, þar sem þú nefndir sögu annarra þjóða t.d. samanburðar þá skulum við bera það saman. Þjóðir þróast og félagsfræðingar og fleiri rannsaka það, þetta er alveg eins og að stærðfræðingar séu að fullkomna sínar reglur og formúlur, og jafnvel finna upp nýjar.
En að lokum ætla ég bara að vitna í eitt stykki sögu kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð:
“Stærðfræði er léttasta fagið”
Og eru auðveld rök fyrir þessu, þetta er allt í huganum á okkur, svo að í raun ætti þetta að vera auðveldasta fagið, á meðan t.d. félagsfræði, sálfræði og saga fást við mannlega hluti sem ættu að vera mun flóknari.
Svo að ég skil ekki þetta væl í ykkur, stærðfræði er skítlétt.