Það er eitthvað rugl með framleiðsluröð og sýningaröð. Það voru bara þrjár seríur í sjónvarpi áður en þeir fóru í frí, en þriðja serían var lengri því tilbúnir þættir fyrir fjórðu seríu voru settir aftan á.
Svo kom fjórða serían, og einhverjir þættir úr fimmtu framleiðsluseríu settir aftaná af því að nokkrir þættir úr fjórðu seríu höfðu verið sýndir sem partur af þeirri þriðju.
Þeir sem flokka eftir sjónvarpstímabilum sjá því aðeins fjórar seríur, en þeir sem flokka eftir framleiðsluröð sjá fimm.
Með Simpsons er þetta öfugt, í byrjun hverrar seríu eru sýndir “afgangs” þættir úr þeirri fyrri, fyrstu 5 eða svo þættirnir í 17.seríu voru úr 16.framleiðsluröð, og fyrstu nokkrir þættirnir í þeirri 18 verða úr 17 framleiðsluröð.
Hvað veldur því að þeir klára ekki framleidda þætti fyrir tímabilið veit ég ekki.