Þetta er mitt svar, eftir að ég las á blogginu þínu hvað þér fannst:
Þú (zophonias) ert í nákvæmlega sömu sporum eins og margir hérna á hugi.is. Það er skiljanlegt að þú sért þreyttur á skítkastinu sem skoðanir og/eða greinar þínar fá. Hvernig getur þú (og margir aðrir) tekið þetta svona persónulega???
Ef þetta samskiptaform gæti verið ópersónulegra en það er, þá værum við að skiptast á skoðunum í gegnum Morse-kóða. Ég get ekki skilið fólk sem lifir sig í gegnum Internetið, líkt og það sé eitthvað meira en það er. Auðvitað er það ekki þægilegt að lesa svör fólks, sem segja að maður sé algjör hálviti. En af hverju að taka það til sín? Ég persónulega get ekki tekið eitthvað til mín, það sem fólk segir sem þekkir mig ekki og er ekki sagt beint til mín á staðnum.
Mér er skítsama um hvað fólk þykist geta sagt um mig Á HUGI.IS, fyrir mér er það bara texti á blaði. Það er undir manni sjálfum komið hvernig maður vill bregðast við því, en ég sé ekki ástæðu þess að hugsa um eitthvað sem eru bara orð.
Margir nota Internetið til að geta verið eitthvað annað fólk. Hversu oft hefur maður heyrt heimskt fólk reyna láta sem þeir vita eitthvað í sinn haus. Fólk sem heldur kjafti, en þegar það kemur á Internetið þá geta menn allt í einu valtað yfir annað fólk með athugasemdum. Internetið er besti staðurinn fyrir fólk með lítið sjálfsöryggi.
Maður pælir oft sjálfur í því “af hverju er maður að segja sínar skoðanir á hugi.is”, það skiptir ekki máli. Stundum heimsækir maður síðuna reglulega og stundum lætur maður ekki sjá sig í margar vikur og jafnvel mánuði.