Það besta sem þú getur gert er að taka eftir í tímum, læra heima það sem þú átt að gera og gera það vel og jafnvel læra meira en lagt var fyrir þig.
Þegar ég var í grunnskóla sem er ekki svo langt síðan þá fannst mér námið svo ógeðslega létt að ég nennti ekki að læra heima, enda ólst ég uppí sveit og hafði ýmislegt annað að gera en að eyða tíma mínum yfir því að skrælna yfir bókum.
En…. það er alltaf til en…
Í dag sé ég eftir því að hafa ekki lært betur heima og þá sérstaklega í stærðfræði því að ég kann ekki rass í stærðfræði og er eiginlega að læra allt uppá nýtt núna, frá grunni.
Það finnst mér ekki gaman.
Hinsvegar með allt annað, það er ekki mikið mál.
Tungumálunum rúllar maður upp og félagsfræði og náttúrufræði er hlægilega auðvelt…
En ástæðan fyrir því að mér finnst allt annað létt en stærðfræði er sú að ég nennti aldrei að taka eftir í tímum í stærðfræði og lærði aldrei heima og lærði aldrei undir nein próf í stærðfræði, rétt náði samræmda stærðfræðiprófinu með 5 og er í dag í MA.
Lærðu heima, þú munt ekki sjá eftir því seinna að hafa gert það.
Og jááá… Ég hef orðið var við það að fólki hérna á huga finnst leiðinlegt að læra dönsku.
Smá hint til ykkar…
Læra dönskuna í grunnskóla! Eftir að í framhaldsskólann er komið then there´s no turning back.
Hæfileikinn til að læra að tala af umhverfinu og læra tungumál byrjar að dofna við 12 ára aldurinn, ef maður er ekki kominn með ágætann grunn í dönsku 16 ára þá eiga framhaldsskóla árin eftir að vera hreint helvíti.