Þetta á væntanlega heima í hjálparkorkunum en þetta er búið að vera að valda mér svo miklum hugarangri, þannig er það að ég og vinur minn vorum að ræða gamla tíma og duttum niður á teiknimynd en við munum voða lítið eftir þessu og ekki hvað þættirnir hétu, datt mér í hug að einhverjir snjallir hugarar kannist við þetta, vonandi.
Það sem ég man var að þetta var sýnt mjög líklega á stöð2, í þáttunum voru kastalar og held ég einhver kvikindi, og í einum kastalanum var eðlar (minnir það) með gleraugu og önnur fyrir neðan svo koll af kolli, semsagt mörg gleraugu sem minkuðu.
Ég veit að þetta er mjög líklega ein af furðulegustu spurningum sem hafa komið en vinsamlegast ekki skítkast takk.