Veit ekki hvort þessi frásögn hjálpar:
Ég lendi fyrir nokkrum mánuðum í því að missa vinkonu, og það var vegna þess að ég gagnrýndi hana einu sinni fyrir að hætta tala við mig í vinnunni (við unnum saman). Við vorum bara vinir, en einn daginn byrjaði einhver kjaftasaga í vinnunni að við værum saman, og henni líkaði illa við mig að ég hafi viðurkennt fyrir öðrum að ég hafi verið hrifinn af henni. Hún vildi ekki að fólk frétti það (það var stór aldursmunur á milli okkar), og byrjaði nánast að hætta tala við mann í vinnunni, svo að fólk mundi hætta gruna eitthvað.
Ég skyldi það, en eftir því sem tímanum leið. Þá varð það alltaf erfiðara og erfiðara að vinna með henni, vegna þess að hún lét nánast eins og við þekktum ekki hvort annað. Einn daginn spurði ég hana af hverju hún gat ekki bara talað við mig eins og annað fólk, og þá sagðist hún yfirmaðurinn væri að fylgjast með henni útaf því að samræður okkar draga athygli okkar úr vinnunni. Hún gat átt samræður við alla aðra en mig í vinnunni, og það angraði mig mikið vegna þess að allir aðrir trufla hana alveg jafn mikið í vinnunni eins og ég hefði gert.
Ég ákvað að lokum að hætta í vinnunni, fyrst að þetta mál var að slíta vináttu okkar. Viðbrögð hennar voru furðuleg, hún sagði ekki einu sinni að hún eigi eftir að sakna mín, í staðinn þurfti ég að spyrja 2-3 hvort hún mundi gera það. Og hún svaraði að lokum já, hún átti erfitt með að svara manni heiðarlega. Nokkrum dögum seinna rekst ég á hana á MSN, og spyr mig hvort ég sé búinn að fá nýja vinnu, ég var ekki í góðu skapi. Vegna þess að ég fórnaði svo miklu til að bjarga vináttunni, og í staðinn fær maður ekkert tilbaka sem segir manni að það var þess virði. Ég sagði henni að mér fannst skrýtið að málið hafi gengið svo langt í vinnunni að hún gat ekki hugsað sér að tala við mann, og ekki séð hversu særandi það er. Hún hagaði sér eins og ÉG væri að gera mál úr engu, og hún hætti að lokum að tala við mig, vegna þess að ég gerði mál úr VINÁTTU.
Þú gerir það sem er þér fyrir bestu, þó svo að aðrir telji þig í trú um að vera hálfviti, gerir það ekki að staðreynd. Fólk er misjafnlega þroskað, og það eru fleiri fiskar í sjónum. Taktu það sem þú hefur upplifað, og notaðu það sem reynslu. Þú lifir þínu lífi bara einu sinni, og best er að sjá björtu hliðarnar og ekki líta til baka.