Aðferðin sem að ég nota er eftirfarandi:
Að breyta um tölu setningarinnar.
Ef að um vafaorð lo. eða ao. er að ræða, og vafaorðið breytist eftir töluskipti (úr et. í ft. eða öfugt), þá er orðið lo.(d. fallegi - fallegu)
Annars er það ao. (d. oft - oft).
Þessi aðferð svínvirkar og er létt að leggja á minnið.
Dæmi:
Góðhjartaði maðurinn ekur mjög vel.
Góðhjörtuðu (lo.) mennirnir aka mjög (ao.)vel (ao.)
P.S. ekki öll atviksorð stigbreytast þannig gott er að nota bara útilokunaraðferðina þegar flokka á orð, ef þú skilur mig.
kv.siddi5