Já…þannig er mál með vexti að mér er farið að líða svo illa inní mér, ég sem er venjulega svo glöð á þessum árstíma þegar sumarið er að koma og skólinn að verða búin…
Ég veit heldur ekki almennilega af hverju mér líður svona illa. Ég er samt búin að vera í miklu stressi undanfarið(er að fara að taka samræmdu prófin, byrja á morgun) og þess vegna líka búin að læra svo mikið og gera minna af því sem mér þykir skemmtilegt. En þú er það orðið þannig að ég meika eiginlega ekki að læra, bara get ekki fengið mig til þess….en allir vinir mínir eru að læra þannig að ég verð bara að hanga heima og gera ekki neitt….nema líða illa og hlusta á sad tónlist.
Eina ástæðan sem mér dettur í hug að mér líði illa er kannski útaf einum strák sem ég er hrifin af, því ég get svo lítið hitt hann og er þess vegna leið… en hann er reyndar svolítið þunglyndur(útaf öðrum ástæðum) og er að fara til sálfræðings…
Já og svo er annað…..stundum þegar mér hefur liðið illa hefur mig langað í sígarettu(reyki samt ekki), en núna undanfarið hefur mig langað í alkohól….hef samt ekki viljað fá mér því ég held að það sé soldið svona alkóhólista hegðun að drekka á miðjum degi þegar manni líður illa….eða hvað?
Er ég þunglynd eða er þetta bara prófstress? Ég bara hef í rauninni enga ástæðu til þess að vera þunglynd, lifi þokkalegu lífi með venjulegum vandamálum eins og aðrir. En frænka mín og frændi, amma mín og pabbi eru öll þunglynd, getur verið að þetta erfist í fjölskyldum?
Með fyrirfram þökk, Lilja V.