Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC Nörd – eða Nördarnir – og verður tekinn til sýninga haustið 2006.
HVERJUM LEITUM VIÐ AÐ?
Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.
Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, hersögu, hlutverkaleikjum, samkvæmisdönsum, kotru, Júróvisjón, kóngafólki, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó er hinn jákvæðasti og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi.
HVER ER TILGANGURINN?
Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.
Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn.
Þátttakendur fá ekki aðeins í knattíþróttinni. Eins og flestir vita þá er ekki lengur nóg að vera góður í fótbolta til að verða fótboltahetja heldur þarf útlitið einnig að vera í lagi. Það verður svo sannarlega haft í huga og munu NÖRDARNIR fá alherjar útlits- og ímyndarlagfæringu með aðstoð sérfræðinga í tísku, stíl og framkomu.
HVAÐ GRÆÐIRÐU Á AÐ VERA MEÐ?
Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.
> Smellið hér!