Nú er ég í þeirri aðstöðu að nokkrir af vinum mínum virðast vera að stríða við þunglyndi. Og eru lítið að fela það. Heimasíðurnar þeirra eru fullar af einhverjum svaka myndum og textum um dauðann og ástarsorg ásamt fleiru. Ég veit um 2 þeirra sem skera sig, ein þeirra er ekkert að fela það.
Eru þetta áköll á hjálp?
Ég veit ekkert hvað ég á að gera og nú er ég svo mikið að hugsa um þetta og þau að ég er skíthrædd um að ég endi sem þunglynd líka.
Ég get ekki að því gert að hafa áhyggjur, þetta eru mjög lokaðar persónur og mér finnst eg ekki geta bara labbað upp að þeim og fengið að vita alveg AF hverju þau eru svona þó þau séu góðir vinir mínir. Og stundum finnst mér ein þeirra gera þetta svo augljóst að mig langar að æpa á hana að taka sér tak og lifa lífinu og hætta að kvarta. Held að það sé þó ekki góð lausn.
Æji ég veit það ekki. Þetta er mjög ruglingslegt hjá mér. Öll ráð vel þegin. Langaði bara óstjórnlega mikið að koma þessu frá mér. En mig langar einnig til að gera eitthvað til að hjálpa þeim. Einhver þeirra hafa farið til sálfræðings, en mér finnst bara óþægilegt þegar þau eru að sýna mér þar sem þau voru að skera sig og er eins og ég sagði áðan hrædd um verða þunglynd á þessu ef þau halda áfram. . . . .
Takk fyrir að nenna að lesa=)