Og aftur byrja ég a bitcha yfir þessari andskotans vitleysu með það að geimverurnar höfðu geymt þrífótana hér á jörðinni í einhverja árþúsundi og koma SVO til að taka yfir hana. Hvað voru þeir að gera? Bíða eftir því að við yrðum eithvað challenge svo að það væri skemtilegra að ráðast á okkur?
Í sögunni lentu þeir til jarðarinnar í stórum hylkjum og bygðu vígvélarnar á jörðinni. Tók þá sirka 1 dag til að gera það (býst við því að þeir hafi geymt þá hálfsamansetta í einhverjum BYKO kössum og klárað uppsetninguna á jörðinni). HVAÐ VAR AÐ ÞVÍ? ÚHH. Ég er Steven Spielberg. Ég er svo merkilegur leikstjóri og ég vil segja mína útgáfu að sögunni. Geimverurnar komu ekki frá mars því að við erum búnir að skoða plánetuna og það á enginn heima þar. Hei ég er með hugmynd. Við skulum ekki láta aðalsöguhetjuna vera vísindamann frá Englandi sem fær að fylgjast með hnignun mannkynsins á meðan geimverurnar eru að eyða því. Hann þarf ekki að læra auðmýkt þegar hann ber sig saman við dýrin á jörðinni sem maðurinn hefur litið niður á t.d. rottu sem felur sig í holu, mörð í leit að fæði, hrædda kanínu sem vonar að óvinurinn fari framhjá án þess að taka eftir henni. NEI við skulum hafa hann einkvern ónytjung sem á í sambandserfiðleikum við börn sín sem hann fékk ekki forræði yfir á meðan hann reynir að sneyða framhjá geimverunum til þess að komast til STÓRBORGAR í þéttbýlasta svæði Bandaríkjana vegna þess að geimverurnar munu ALDREI detta í hug að fara þangað. ÞÚ ERT EKKI H.G.WELLS. HÆTTU AÐ MYRÐA RITVERK eftir frumkvöðla vísindarskáldskapar. GERÐU SÖGUNA RÉTT eða SKRIFAÐU ÞÍNA EIGIN SÖGU!