Þetta er alltaf mjög viðkvæm umræða.
Það eru auðvitað allir á móti barnamisnotkun. Jafnvel þeir sem að misnota börn.
En þessi aðferð sem þarna fer fram, er t.d. ekki möguleg á íslandi. Þar sem það hefur enginn glæpur verið framin.
Ekki nema það sé hægt að kæra þá fyrir að vera creapy og ógeðfeldir.
Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort að ég sé sáttur við svona veiði aðferðir.
Mér fyndist þær kannski í lagi, ef það væru notaðar svona aðferðir til að veiða menn sem eru mögulegir barna-misnonendur en í staðin fyrir að kæra þá (sem er líklegast ekki hægt hér á landi), heldur senda þá í meðferðir (sálfræði og fleiri viðeigandi aðgerðir).
Byðja þá menn sem að vinna með börnum, að segja upp vinnu sinni.
En leyfa þeim samt ennþá að halda þessari löngun sinni leyndri fyrir vinnunni (en láta maka vita).
Ég lít á flesta þeirra sem sjúklinga, en ekki glæpamenn.
Sumir þeirra hafa annað hvort fæðst með þessar langanir, eða kerfið brugðist þeim með því að hjálpa þeim ekki (þegar og ef þeir hafa verið misnotaði í æsku).
Síðan eru auðvitað aðrir sem að eru bara einfaldlega gífurlega hættulegir og bera að koma fyrir á vöktuðum stofnunum.
En við verðum samt að passa okkur á því að vorkenna þeim sem brýtur ekki meira en þeim sem er brotið á.
—–
Svona í lokin, þá finnst mér alveg Skelfilegt að msnbc hafi sýnd andlitið á þeim. Margir þeirra áttu börn og ég get bara rétt ímyndað mér hvað mun gerast fyrir þau börn.
Allir þeirra vinir munu vita að pabbi þeirra sé barna pervert. Krakkarnir geta lent í einelti, ofbeldi osfr. Munu skaðast varanlega.
Það er verið að fórna fjölskyldu þeirra (börnum) með því að sýna andlit þeirra.
Við bara einfaldlega getum ekki sýnt andlit þeirra (barna þeirra vegna). Skítt með þá…