Reyki ekki því ég vil það ekki. En ef ég reykti myndi ég gera það fyrir framan foreldra mína hiklaust. Hef hinsvegar prófað að reykja, var 12 ára þegar ég reykti fyrstu sígarettuna og fékk þá vægt hóstakast eftir á hehe :P en já, ákvað hinsvegar að halda ekki áfram þar sem þörfin var nánast engin eftir eina sígó og ef ég hefði haldið áfram hefði ég séð illa eftir því og mjög líklega ekki getað hætt.
Hinsvegar vil ég bara ekki reykja því ég hef séð fólk koma illa út úr því, ég er ekki bara að tala um krabbamein heldur ógeðsleg hóstaköst, erfiðleika með andardrátt ofl.
Ætti einnig að bæta inn að ef fólk byrjar að reykja á 13-16 ára aldri (eða semsagt, c.a. aldurinn sem fólk er á kynþroskaskeiðinu) er 75% meiri hætta á að þú fáir brjóstkrabbamein(ef þú ert kvk) eða blöðruhálskirtilsbólgu (ef þú ert kk)
Ég fatta alls ekki fólk sem reykir til að vera kúl, en þegar ég verð gamall kall mun ég sennilega reykja pípu :) því það er kúl öfugt við sígaretturnar.