Þú mátt skrifa og segja hvað sem er. En þú verður líka að taka ábyrgð á því sem þú segir og skrifar, því að orðin sem koma út úr þér eru endilega ekki lögleg.
Nei, nikita, þú mátt ekki skrifa það sem þú vilt hérna. Á þessari heimasíðu er ekki málfrelsi heldur ritstýrð umræða. Þú mátt ekki skrifa það sem þú vilt hérna því þannig eru reglurnar hérna.
Þetta er nú ekki frjálst land. Margt sem þú mátt ekki gera. Það eru t.d. reglur sem segja hvernig á að skrifa íslensku svo í hvert skipti sem þú gerir villu ertu að brjóta einhverja reglu. Hinsvegar máttu lögum samkvæmt alveg skrifa eins og þú vilt en þú getur ekki treyst á að allir nenni að lesa eitthvað eftir þig ef það er illa stafsett.
Í samfélaginu eru óskrifaðar reglur og sér samfélagið í heild sinni að framfylgja þeim reglum, oftast með hópþrýstingi. Ein af þeim reglum er að skrifa skikkanlega íslensku og þegar það er ekki gert myndast hópþrýstingur til að reyna að fá aðilann til að laga hegðun sína.
Þú getur skrifað eins og þú vilt, en ef þú vilt að einhver taki mark á þér og haldi ekki að þú sért þroskaheft/ur þá verðurðu að skrifa eins og heilbrigt fólk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..