Nú, ég ætla semsagt að skrifa grein/kork um slæma og nýlega reynslu mína af atvinnu. Ég fann ekki “Atvinna” áhugamálið. (Ég hélt að þið hefðuð verið með svoleiðis hér?)

Anyway.

Ég var að fara í prufu-vinnu í ónefndri búð hér í dag. Eftir að hafa setið í 15 mínútur, nær dauða en lífi af hræðslu og kulda, fyrir utan búðina fór ég inn, því það byrjaði að snjóa.

Þessi búð er með hurð á hlið sinni, og þar eiga starfsmenn að ganga inn. Þangað var mér sagt að fara, og þar sá ég starfsmannastjóran, svo kallaðan.
Hann var á tali við starfsmann nokkurn þar fyrir utan.
Er ég nálgaðist þá sá hann mig og veifaði eða eitthvað þesslegt.
Sagði hann mér að ég færi bara á kassa (sem ég ekki hef mikla reynslu af) og eitthvað hef ég sagt til að mótmæla því, því að hann spurði hvort mér hefði ekki verið kennt á kassann. Neitaði ég því. Þá sagði hann að ég skyldi gera önnur störf, sem verður ekki lýst hér og sagði að ég skyldi í merkta peysu. Ég átti vitanlega ekki svoleiðis, en vesalings maðurinn, sem gat greinilega ekki munað eftir mér fyrir sitt litla líf frá laugardeginum áður, hélt ég hefði gleymt henni heima.

Á endanum hvarf hann inn á lagerinn og ég hvarf út.
Þetta finnst mér lélegt og mig langaði bara að kvarta nafnlaust.

Takk fyrir mig!