Ég er að gera verkefni í skólanum með tveimur öðrum stelpum um endurvinnslu. Við erum að gera bækling í Puplisher forritinu sem engin okkar kann almennilega á en ég hef þá grunnkunnáttu í tölvum til að geta notað forritið.
Anyway, í síðasta tíma þá var ég á fullu að skrifa texta um endurvinnslustöðina Sorpu inní bæklinginn á meðan ein stelpan var að fylgjast með og að tala um eitthvað allt annað sem kom verkefninu ekkert við og hin stelpan var í leik í tölvunni. Ein þeirra er oftast bara að finna myndir til að setja inní bæklinginn sem er alveg gott og blessað nema myndirnar sem hún finnur eru alveg hryllilega lélegar. Hin stelpan er ágæt í að vinna svona verkefni fyrir utan það að hún segist alltaf ekki geta neitt á forritin sem við þurfum að vinna með og gefst bara upp…það endar alltaf með því að ég geri allt sem tengist forritinu og hún gerir einhvern texta.
Það er alveg hryllilega pirrandi að vera að gera verkefni þar sem ég er sú eina sem er að vinna eitthvað í verkefninu en hinar bara að gera algjörlega tilgangslausa hluti.
Ég var veik einn daginn og þá urðu stelpurnar að vinna í verkefninu einar. Þegar ég kom í næsta tíma þá voru þær ekki búnar að gera NEITT!
Þær sögðu mér bara að þær höfðu ekki kunnað neitt á forritið og eitthvað blabla. Ég kann ekkert meira á þetta forrit en þær…þær nenntu bara ekki að reyna að finna neitt og gerðu bara ráð fyrir að ég geri þetta alltsaman =/
Ein þessara stelpna er besta vinkona mín og hin er ótrúlega viðkvæm þannig að ég vil helst ekki fara að kvarta í kennarana. Hvað er hægt að gera án þess að fara að segja einhverjum fjórða aðila?
Kv. Desmondia