Veistu, mér er alveg nákvæmlega sama hvað þér finnst um mig. Alveg nákvæmlega sama. Ég er ekki að sleikja einn né neinn kennara og það að þú sért að öfunda velgengi mína og systur minnar með svona rógi er asnalegt og lágkúrlegt. Núna sé ég bara hve bitur þú ert.
Má ég benda þér á það að þú þekkir mig ekki neitt. Hvernig veistu að ég sé óþolandi? Hversu oft höfum við spjallað saman um farinn veg og hve yndislegt lífið sé. Hversu oft hef ég yrt á þig? Ég bara spyr.
Það er hlægilegt að sjá biturðina í þér en ég vona að þú vaxir upp úr því. Þú varst ekki svona og virðist ekki vera svona. Koma með persónuárásir hér á huga? Kommon, er eitthvað að heima hjá þér? Líður þér eitthvað illa? Ég skil ekki hvernig þú ætlar að dæma mig upp úr þurru hér á huga án þess að vita eitt né neitt um mig. Þú ert klár stelpa, ég veit það en svona á alvarlegu nótunum þá hlýtur að vera eitthvað að fyrst að þú lætur svona.
Ef þú heldur að ég fái allt mitt á silfurfati þá get ég sagt þér að það er rangt. Ég þarf að vinna fyrir öllu sem ég fæ, hvað um þig? Ég ætla að biðja þig í nákominni framtíð að vera ekki með svona persónuárásir, reyndu að gleðjast með velgengni annarra í stað þess að öfunda og baktala. Brostu framan í heiminn og þá borsir heimurinn framan í þig. Hættu þessum fíflaskap, þú ert miklu betri en það að þurfa að þykjast vera einhver önnur en þú ert.
Ég vil þér ekkert illt, ég vil engum neitt illt. Ég hreinlega skil ekki þennan móral í þér gagnvart mér og systur minni, hvað er eiginlega að? Er öfundin að fara með þig?
Veistu, ég hef fengið nóg að neikvæðni undanfarin ár en ég hef alltaf haldið höfði. Sem betur fer. Því annars væri ég þunglyndissjúklingur, kvíðasjúklingur og löngu búin að drepa mig. Stundum hefur líf mitt verið helvíti á jörð. En ég er enn á lífi, því miður. Vonandi berðu virðingu fyrir því.