Hafið þið lent í því að vita ekki hvernig ykkur líður?
Ég er mikið búin að vera á flakki síðasta árið, er á heimavist og var úti í sveit í sumar. Ég á vini úti um allt og sakna alltaf einhverra. Mér finnst það bara ágætt að það sé alltaf einhver til að hlakka til að hitta. En núna eftir eitt ár af flakki er þetta orðið þreytandi.
Um daginn kom ég úr páskafríi, um leið og ég yfirgaf vinina heima hitti ég aftur vinina sem eru á heimavistinni. Þeir vinir sem ég á heima eru mjög góðir vinir mínir og ég hef þekkt þá lengi. Ég hef hinsvegar ekki þekkt vini mína á vistinni lengi en við erum mjög náin þar sem við eyðum mjög miklum tíma saman. Þess vegna vissi ég ekki hvort ég ætti að vera glöð eða leið. Þetta var mjög óþægilegt og mér leið eiginlega illa bara af því að vita ekki hvernig mér átti að líða :S
Ég held að ég sé komin með heimþrá, en ég veit bara ekki hvað er heima og hvað ekki.
Núna langar mig aðallega að vera bara á sama staðnum í svolítinn tíma, slakaá og þannig.
En það er líka gott að það er að koma sumar og ég verð bara heima þá :P
Ég varð bara að fá smá útrás fyrir þetta. Fyrirgefið ef þetta er ruglingslegt, ég skrifaði þetta bara í einni bunu án þess að hugsa :P