Hæbb, var að spá hvað er best að gefa ný fæddu barni í vöggugjöf/fæðingargjöf , Systir mín er að eiga í nótt og var að spá hvað er svona algeingasta til að gefa ^^ ?
Til hamingju með litlu frænkuna eða frændann :) Það er algengt og voða fallegt að gefa hálsmen sem hægt er að grafa nafn eða upphafsstafi barnsnins í þegar búið er að gefa nafn.
það er ein búð í smáralind sem ég man ekki hað heitir. alla vega til handklæði og henson föt (búðin hét áður pink) og þar eru sætar samfellur sem stendur eitthvað svona á “ég er sætastur” “ég er sætust” “mömmu gull” og fleira svona krúttlegt :)
föt á ungabörn, armbönd með skammstöfun eða fæðingardegi grafið í, eða svona handklæpi =) Svo heyrði ég líka einhverntíman um sængurver með bænir saumaðar í ;) Annars bara eitthvað svona sem annaðhvort kemur að gagni eða getur verið góð minning þegar barnið eldist ;)
Til hamingju! Ég var einmitt að eignast systurson fyrir nokkrum dögum, pinkulítið kríli, 8 merkur og 45 cm! Og ég er smá montin… En allavega, ég myndi bara kaupa einhver lítil sæt föt…eða kannski einhvern flottan myndaramma.
Ég segi eins og fleiri hafa sagt, einhvern flottan sætan bangsa sem barnið getur átt alla sína ævi, það er svo gaman að vera með svona bangsa í herberginu sínu sem maður hefur átt alla ævi, svo mikil nostalgía einhvern veginn ^^ Ég á allaveganna kisubangsa sem ég hef átt næstum síðan ég fæddist, hann hefur lent í miklu, en hann hefur mikið tilfinningalegt verðmæti ^^
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..