Veistu, maður er ekkert minni karlmaður og það er bara mjög hetjulegt að viðurkenna það að maður óttist/pirrist yfir skordýrum (eins og þú gerir).
Það eru ótrúlegustu hlutir sem fólk hræðist eða pirrast yfir, en ákaflega margir myndu aldrei þora að viðurkenna það. Ég hef séð hörðustu menn og sterkar konur bugast gersamlega þegar það sér allt frá húsflugum uppí það að vera rottur. Ég hef séð fullorðinn mann hoppa uppá stóra olíutunnu bara við það að sjá litla sæta mús koma hlaupandi.
Ég skal viðurkenna það líka að ég þoli alls ekki kóngulær. Þegar ég var sirka 6-7 ára stalst ég til að fela mig á bakvið sófa í stofunni heima og horfa á bannaða mynd í sjónvarpinu. Í myndinni var par sem fór á sjóinn á skútu, lenti í dularfullri þoku sem innihélt einhver undarleg efni sem maðurinn andaði að sér og minnkaði við það.
Tíminn leið og maðurinn varð alltaf minni og minni og á endanum var hann orðinn svo lítill að hann gat notað títiprjón/saumnál sem stórt sverð. Hann féll niður í gegnum glufu í skipsgólfinu og lenti niðri í lest í skútunni og rotaðist. Þegar hann var að vakna var ógeðsleg kónguló standandi yfir honum, tilbúin til þess að borða “þessa litlu skrítnu flugu” og maðurinn þurfti að berjast við kóngulónna með nálinni.
Allan tíman sat ég grenjandi á bakvið sófann og ég er ekki enn farinn að sjá kóngulær réttu auga og ég hata þær virkilega. Ég er kannski ekki beint hræddur við þær en ég myndi ekki þola að koma við þær og vil ekki hafa þær nálægt mér.
En, þú ert bara hetja að þora að segja frá því að þú sért ekki að fíla pöddur og að þér sé illa við þær. Thumbs up for ya amigo!
Kveðja:
Kóngulóarmaðurinn ógurlegi sem spinnir kynferðislegan vef um allan Huga - en í hvert sinn sem lítil fluga fer í vefinn - þá bara glottir hann og sleppir rúsínunni lausri með örlitlu spanki … *spank*.