Ja mér finnst þetta ekkert skrítið, maður má nú ekki kaupa sígarettur fyrr en maður er orðinn 18.
En ég myndi ráðleggja þessum vini þínum að fara í apótek og spyrja um svona tyggjó. Starfsmenn búðarinnar gætu veitt honum sérstakt leyfi þótt hann sé ungur, ég meina það er fullt af fólki sem reykir undir 18 og það síðasta sem þau vildu gera er að koma í veg fyrir að þau hætti…
Það er hinsvegar einn vankantur á, ef foreldrar hans vita ekkert um þetta og hann vill ekki að þau viti þetta þá er þetta kannski óráðlegt, mér þykir það nefnilega mjög trúlegt að starfsmennirnir munu biðja um að fá að hringja í forráðamenn :S
PS: Ég hef smakkað nikótíntiggjó (prufu sem bragðast alveg eins en er samt ekki með nikótíni) og það er ekki gott :/