Ég lenti í því nákvæmlega sama um daginn. Ég og vinkona mín vorum eitthvað að hlusta á hann og allt í einu fékk ég straum í eyrað (í gegnum heyrnatólin) svo fékk vinkona mín straum í hendina og svo fraus hann. Hann var frosinn í kannski klukkutíma eða meira (allavega nógu mikinn tíma til að klára fullt batterí) og ég gat nákvæmlega ekkert gert, klukkan var bara 00:00 og allt var frosið. Svo loksins eftir heillangan tíma varð hann allur svartur og apple merkið birtist á skjánum, þá restartaði hann sér og allt var í lagi. Batteríið var hinsvegar í lágmarki en klukkan var rétt.
Ég keypti minn í fríhöfninni svo það er ekkert víst að ég geti kvartað í Apple búðina en ég ætla að reyna…ég vona að ég geti fengið nýjann. Ég meina ég fékk straum í eyrað og það var ógeðslega vont!