Mesti aumingjaskapurinn er þegar einhver (kvk/kk) ákveður að lemja einhverja manneskju(kvk/kk) af því að hún/hann er ekki eins sterkur og sá hinn sami.
Það að lemja minni máttar er aumara en allt aumt.
Þessu er ég fullkomlega sammála. Auðvitað finnst fólki sumt rétt og sumt rangt, sem svo kannski öðrum finnst ekki. Svoleiðis er það og svoleiðis verður það ef það verður ekki eitthvað gert í því.
Það að segja að konur séu veikara kynið, gæti verið rétt í ýmsum tilfellum en rangt í öðrum. Konur og karlar eru ÓLÍK!
Segjum að það séu 2 kærustupör úti í bæ:
A) Konan gerir eitthvað rangt, að karlinum finnst og hann bregst hart við og lemur hana og svo endar hún upp á sjúkrahúsi.
B) Karlinn gerir eitthvað rangt að konunni finnst og hann lendir uppá slysó..
Hvorugt er rétt, en samt finnst sumu fólki að karlinn í dæmi b) sé bara aumingi og að hefði átt að geta varið sig! Þetta er annað dæmi um að kynin eru jafn ólík og ég og einhver önnur stelpa útí bæ.
Og svo að ég tali nú um korkinn sem ég er að gefa álit á, þá sýna viðbrögð stelpunnar í seinna partýinu að hún er með lágt sjálfsálit og heldur að hún hafi gert eitthvað rangt af sér en ekki strákurinn! Þetta álit hennar gæti leitt til þess að strákurinn gæti lamið hana aftur ef hann áttar sig ekki á því að það sem hann gerði var RANGT!
Hef lokið máli mínu þó að ég hefði getað skrifað margra bls grein um þetta mál.
Jafnrétti á að ríkja!